15.9.2023
Kjarasamningur LSS og SÍS - niðurstaða kosninga
Kjarasamningur LSS og SÍS
Í dag lauk kosningu um kjarasamning LSS og SÍS og var samningurinn samþykktur með 60.47% atkvæða. Samningurinn mun því taka gildi 1. október 2023 og gilda til 31. mars 2024. Kosningaþátttaka var 50.59% eða 172 atkvæði en á kjörskrá voru 340. Næstu skref verða því að hefja þá vinnu sem getið er um í verkáætlun en sú vinna veður svo grundvöllur af samtali um nýjan kjarasamning sem tæki við 1. apríl 2024.