6.5.2025
Örnám og fræðsla í maí - opið öllum!
Örnám og fræðsla í maí - opið öllum!
Til að standa vörð um réttindi launafólks þurfum við að vera vel upplýst og meðvituð um lagaumhverfi og úrræði vinnumarkaðarins.
Félagsmálaskóli Alþýðu býður í maí upp á röð stuttra og hagnýtra netnámskeiða sem miða að því að styrkja þekkingu og getu þeirra sem starfa innan verkalýðshreyfingarinnar – hvort sem það eru trúnaðarmenn, starfsfólk eða kjörnir fulltrúar stéttarfélaga.
Námskeiðin eru kennd í gegnum Zoom – opin öllum þeim sem vilja efla sig í starfi og stuðla að réttlátu og öruggu vinnuumhverfi. Gjaldfrjálst er á styttri námskeiðin en lágmarksgjald rukkað á þau sem eru lengri.
---
Greiðsla og styrkir: Trúnaðarmenn þurfa vilyrði frá sínu stéttarfélagi til að sækja námskeiðið eigi félagið að greiða. Aðra þátttakendur hvetjum við til að sækja um styrki hjá sínu stéttarfélagi.
Skráningarfrestur er til hádegis daginn fyrir hvert námskeið.
✅Smelltu á nafn námskeiðs til að skrá þig!
Hvíldartíma ákvæði vinnuréttar
🕐 7. maí kl. 09:00-11:00
Þátttökugjald: 6.500 kr.
Yfirlit yfir helstu reglur um hvíldartíma, hámarksvinnutíma og undantekningar.
Fæðingarorlofssjóður - fæðingar- og foreldraorlof
🕐 9. maí kl. 10:00-11:00
Gjaldfrjálst.
Réttindi foreldra, hlutverk Vinnumálastofnunar og stéttarfélaga, og tenging við kjarasamninga. (Gjaldfrjálst)
Vinnueftirlit - Vinnuvernd
🕐14. maí kl. 09:00-12:00
Þátttökugjald: 8.900 kr.
Skyldur atvinnurekenda og réttindi starfsmanna þegar kemur að öryggi og heilsu á vinnustað.
Atvinnuleysistryggingasjóður
🕐 16. maí kl. 10:00-11.00
Gjaldfrjálst.
Hver á rétt á bótum og hvernig virkar kerfið? Hvaða hlutverki gegna stéttarfélögin?
Ábyrgðasjóður launa
🕐 22. maí kl. 10:00-11:00
Gjaldfrjálst.
Farið verður yfir hlutverk sjóðsins, hvaða kröfur hann ábyrgist og hvernig ferlið gengur fyrir sig.
🌐 Fjarnámskeið - Samskipti í rauntíma!
Kennari og þátttakendur hittast í fjarfundi - ZOOM - þar sem kennari flytur erindi, sýnir glærur og notar önnur kennslugögn. Þátttakendur fá sendan hlekk degi fyrir námskeiðið til að tengjast námskeiðinu.
Félagsmálaskóli alþýðu
Guðrúnartúni 1
105 Reykjavík
Sími: 53 55 600
Netfang: felagsmalaskoli@felagsmalaskoli.is