Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

4.4.2025

LSS undirritar kjarasamning við ríkið

LSS undirritar kjarasamning við ríkið

Í dag undirritaði Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna undir nýjan kjarasamning við Kjara- og mannauðssvið Fjármálaráðuneytisins. Um er að ræða kjarasamning og samkomulag fyrir tímavinnumenn en samningarnir byggja á áfangasamkomulögum um jöfnun launa á milli markaða sem er í kjarasamningum frá 2016 ásamt því að falla undir virðismat starfa innan ríkisins. Stefnt er að því að kynna kjarasamninginn fyrir félagsmönnum á mánudagskvöldið hjá HSU og á teams og svo á miðvikudagskvöldið á teams.

Með undirritun samnings falla niður þær verkfallsaðgerðir sem boðaða voru hjá HSA á mánudaginn.

LSS tapaði máli sínu fyrir Félagsdómi

Í dag féll dómur fyrir Félagsdómi í máli ríkisins gegn LSS vegna verkfallsboðana félagsins hjá HSU, HSN og HVE. Þó svo að samningar væru langt komið taldi LSS mikilvægt að fá úrskurðinn svo við hefðum viðmið í framtíðinni. Verkfallsaðgerðir LSS voru dæmdar ólöglegar þar sem ekki væri hægt að undanskilja F4 verkefni frá þeim starfsskyldum sem þarf að sinna í verkföllum. LSS mun því hafa þennan dóm til hliðsjónar kom síðar til verkfallsboðunar hjá félaginu bæði hjá ríki og sveitarfélögum.

Lestu líka

30.4.2025

1.maí 2025 - hvetjum félagsmenn LSS til að mæta

25.4.2025

Boston Marathon Bombing 2013 - Innsýn stjórnanda í lögreglunni í Boston

14.4.2025

Kjarasamningur LSS og SNR samþykktur