4.11.2025
Hópferð á Rauða Hanann 2026
Hópferð á Rauða Hanann 2026
Landssamband Slökkviliðs og sjúkraflutningamanna auglýsir hér með hópferð á Rauða Hanann í Hannover 2026. Ferðatilhögun er að flogið verður út 1 júní til Frankfurt og svo heim aftur 5 júní. Gist verður á Congress Hotel Hannover sem er staðsett rétt austan megin við miðbæinn það tekur smá tíma að taka lestina á sýningarsvæðið.
Þessi ferð er bæði hugsuð fyrir slökkviliðs-/sjúkraflutningamenn sem eru í aðal- og hlutastarfi.
Ferðin kemur til með að kosta ca. 265.000.- (miðað við gengi dagsins í dag). Innifalið í því er flug, rúta, hótel með morgunmat, miðar inná sýningarsvæðið og kvöld matur 1 kvöld. Starfsmenntunarsjóðurinn mun greiða ferðina niður um 160.000.- á einstakling í aðalstarfi og fyrir þá í hlutastarfi sem greiða 10.000.- eða meira, líkt og reglur sjóðsins segja til um. Hægt er að skoða reglur sjóðsins á slóðinni Starfsmenntunarsjóður — Lsos.is
Umsóknarfrestur er til 1 desember 2025.
Umsókn skal útfyllast á eftirfarandi formi.
Frekari upplýsingar eru gefnar upp í larusbj@lsos.is eða í síma 897-2952
Kveðja Fararstjórn
Lárus Steindór Björnsson
Úthlutunar reglur.
1. Sætin skiptast 50 í aðalstarfi og 25 í hlutastarfi nái annar hópurinn ekki að uppfylla í fyrstu umferð þá mega sætin færast á milli flokka.
2. Þeir sem ekki hafa farið síðustu 2 skipti fá fyrst úthlutað sætum.
3. Dregið úr potti ef fjöldinn er enn þá of mikill. ( að viðstöddum fulltrúa skrifstofu LSS)
4. Starfsmenntunarsjóður styrkir hvern einstakling í fullu starfi um 160.000 en hlutastarfi um 160.000 fyrir þá sem borga meira en 10.000 í sjóðinn síðasta árið og minna eftir því sem greiðsla til sjóðsins er minni saman ber reglur Starfsmenntunarsjóðs.