Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

14.10.2025

Kvennaverkfall 24. október 2025

Um 60 samtök hafa tekið höndum saman enn á ný og boða Kvennaverkfall 24. október n.k.

50 árum síðar og baráttunni er ekki lokið. Tilkynningum um ofbeldi fjölgar, launamunur kynjanna eykst og það er misrétti í verkaskiptingu heima fyrir. Jafnrétti er ekki í augsýn.

Nú förum við í Kvennaverkfall. Við mætum og fáum innblástur frá konunum og kvárunum sem ruddu brautina. Göngum saman í gegnum áfanga í baráttusögu kvenna og kvára — og tökum svo höndum saman á útifundi á Arnarhóli í Reykjavík eða okkar heimabyggð.

Við ætlum að breyta samfélaginu saman. Fyrir okkur, fyrir konur og kvár, fyrir framtíðina. Ekkert fær okkur stöðvað.

Dagskráin verður tvíþætt; fyrri hlutinn er söguganga um áfanga í kvennabaráttunni og sá seinni er útifundur við Arnarhól.

SÖGUGANGA UM MERKA ÁFANGA Í ÍSLENSKRI KVENNABARÁTTU
„Sko mömmu, hún hreinsaði til”

Baráttufólk fortíðarinnar hefur tekið til í jafnréttismálum ótal sinnum — en svo er alltaf draslað aftur til. Til að minnast þess að hálf öld er liðin frá fyrsta Kvennaverkfallinu, blása skipuleggjendur til sögugöngu, þar sem við sækjum innblástur í áfangasigra kvennabaráttunnar í áranna rás. Sögugangan hefst við Sóleyargötu kl. 14:00 og nær að Arnarhóli þar sem útifundur verður að sögugöngu lokinni.

ÚTIFUNDUR VIÐ ARNARHÓL
- Við mætum þar til við þurfum ekki að mæta lengur!

Við sameinumst við Arnarhól þar sem við tökum höndum saman í baráttunni fyrir því að stjórnvöld efni kröfur Kvennaárs. Tónlistaratriði, ræður og kvennakraftur — það jafnast ekkert á við að finna fyrir samstöðukrafti kvenna og kvára.

Nánari upplýsingar á kvennaar.is

Viðburðurinn: https://fb.me/e/5m8cpXTuj

 

Lestu líka

1.12.2025

Ævintýri Orra óstöðvandi og Möggu Messí

1.12.2025

1.des er dagur reykskynjarans - munið að skipta um rafhlöðu einu sinni á ári og að prófa skynjarann reglulega.

27.11.2025

Genfarskólinn 2026: Opið fyrir umsóknir til 10. desember