Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

16.8.2025

Fögnum heimkomu Björnis Brunabangsa

Björnis brunabangsi flytur til Íslands

Það eru gleðitíðindi að tilkynna að Björnis brunabangsi er að flytja til Íslands. Björnis kemur frá Þrándheimi í Noregi og er hann væntanlegur með flugi til landsins 19. ágúst nk. Hann hefur náð gríðarlegum vinsældum meðal allra aldurshópa í sínu heimalandi og er þetta í fyrsta skipti sem Björnis leggur land undir fót.  

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er ábyrgðaraðili verkefnisins en Björnis  mun vera öllum slökkviliðum landsins til aðstoðar við fræðslu og forvarnarstarf, einkum þegar kemur að fræðslu fyrir yngstu kynslóðina. Björnis hefur nú þegar tryggt sér stað í hjörtum margra íslenskra barna þar sem sjónvarpsþættir um Björnis, eða Bjössa brunabangsa eins og hann er oft kallaður, hafa verið sýndir á RÚV og hafa þættirnir slegið í gegn.

Um er að ræða stórt og metnaðarfullt verkefni sem stuðlar að bættum brunavörnum á heimilum landins til framtíðar. Það hefur hlotið virkilega jákvæðar undirtektir og án aðkomu styrktaraðila hefði þetta verkefni ekki verið mögulegt. Björnis er spenntur fyrir nýjum heimkynnum.

Lestu líka

25.8.2025

Orlofseignir jól og áramót 2025

20.8.2025

Landsmót LSS í golfi

16.8.2025

Fögnum heimkomu Björnis Brunabangsa