
Á vakt fyrir Ísland 2025
Fimmta námsstefna Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, „Á vakt fyrir Ísland“, fer fram dagana 17. og 18. október 2025 á Reykjavík Natura Berjaya Iceland Hotels.
Á vakt fyrir Ísland er fagleg námstefna fyrir þá sem starfa í slökkviliði, utanspítalaþjónustu og öðrum sviðum neyðarviðbragðs. Fjölbreytt dagskrá með fræðandi erindum, fagnámskeiðum, sýningum og spennandi kynningum – allt tengt því sem við stöndum frammi fyrir í daglegu starfi.
Lærðu af reyndu fagfólki, prófaðu nýjungar og hittu starfsfólk hvaðanæva af landinu – með góðum mat og samveru. Þetta er viðburður sem enginn fagmaður í neyðarþjónustu ætti að láta fram hjá sér fara.
Tvö fagnámskeið verða í boði fimmtudaginn 16. október. Skráning er hafin!
Mikilvægt er að allir sem hyggjast mæta á námstefnuna skrái sig hér að neðan. Félagsmenn LSS greiða 5.000-kr pr. dag sem þátttökugjald og innifalið í verði er hádegisverður, ásamt kaffiveitingum og hvetjum við alla til að fjölmenna.
Á föstudagskvöldið verður ,,Frívaktin". Þar verður grill og létt stemmning, mikilvægt að skrá sig til að missa ekki af því.

Boðið er upp á tvö fagnámskeið, fimmtudaginn 16. október kl. 8-16.
Verð fyrir námskeiðið er 5.000 kr fyrir félagsmenn LSS. Innifalið í verði er hádegismatur og kaffiveitingar.
------------------------------------------
CHRISTINA MARTINKA - Air Medical Experts LLC
Námskeið um sérhæfða flutninga í bráðaþjónustu með fyrirlestrum um öndunarstuðning, barnasjúkdóma og nýburalíf. Fyrir hádegi er fjallað um öndunarvandamál, flókin barnatilfelli og endurlífgun nýbura ásamt verklegri kennslu í naflastrengsæðalegg.
Eftir hádegi eru tekin fyrir efni eins og blóðsýking, hjarta- og lostmeðferð, alvarleg slys og endurlífgun. Deginum lýkur með verklegum tilfellum þar sem þátttakendur beita greiningu, meðferð og flutningsáætlunum fyrir bæði börn og fullorðna. Handbækur og æfingadúkkur styðja við kennsluna.
------------------------------------------
LARS AXELSSON - The Swedish Fire Nerd.
Þetta námskeið fjallar um mikilvægi dreifðrar ákvarðanatöku sem eina raunhæfa leið til árangursríkrar aðgerðarstjórnunar. Með sviðsmyndamiðaðri þjálfun er farið yfir viðbrögð við dæmigerðum íbúðar- og atvinnuhúsnæðisbrunum, ásamt því að greina fyrstu skrefin þegar úrræði eru takmörkuð og hvað skiptir mestu máli að framkvæma strax.
Þátttakendur kynnast heildarstefnu aðgerða með hollenska fjórflokkakerfinu (Dutch 4 quadrant model), tækjabúnað, hlutverk seinni áhafna á vettvang og hvernig best er að skipuleggja samskipti og aðgerðastjórn. Lögð er áhersla á að dreifð ákvarðanataka verði aðeins árangursrík með stöðluðum vinnubrögðum.
Dagskrá, föstudagurinn 17. október
kl. 08:30 - 08:50
Dagsetning
17 Okt 2025
kl. 09:00 - 09:50
Dagsetning
17 Okt 2025
kl. 10:00 - 10:50
Dagsetning
17 Okt 2025
kl. 11:10 - 12:00
Dagsetning
17 Okt 2025
kl. 13:00 - 13:30
Dagsetning
17 Okt 2025
kl. 13:35 - 13:55
Dagsetning
17 Okt 2025
Dagskrá, laugardagurinn 18. október
kl. 09:30 - 09:35
Dagsetning
18 Okt 2025
kl. 09:35 - 10:10
Dagsetning
18 Okt 2025
kl. 10:10 - 10:55
Dagsetning
18 Okt 2025
kl. 11:05 - 11:40
Dagsetning
18 Okt 2025
kl. 11:45 - 12:10
Dagsetning
18 Okt 2025
kl. 13:10 - 13:50
Dagsetning
18 Okt 2025
Myndbönd frá fyrri viðburðum
Hér má sá upptökur frá fyrri ÁVFÍ viðburðum

Endurmenntunar einingar
ÁVFÍ er metin til eininga í endurmenntun. Samkvæmt samkomulagi Fagdeildar sjúkraflutninga og Endurmenntunarráðs leiðbeinenda í skyndihjálp verður námstefnan metin til eininga í endurmenntun hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg og Rauða Kross Íslands.
Til að fá ráðstefnu/námskeið metið þarf að senda staðfestingu á hildurvk@redcross.is og/eða fyrstahjalp@landsbjorg.is
Ráðstefna = 1 eining
Námskeið = 1 eining