Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

26.8.2022

Slökkviliðsstjórar samþykkja sinn fyrsta kjarasamning

Slökkviliðsstjórar og aðrir stjórnendur slökkviliða undirrituðu sinn fyrsta kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 29. júní sl. og var hann samþykktur í rafrænni kosningu sem lauk í gær. Þeir sem fengu að kjósa um samninginn voru félagsmenn LSS sinna stöðugildum stjórnenda slökkviliða og greiða iðgjald sem nemur 20% starfshlutfalli eða meira.

Kosningaþátttaka var 71,74%

Það kusu 33 aðilar um kjarasamninginn og niðurstaðan var eftirfarandi:

Já sögðu 31 eða 93,94%

Nei sögðu 2 eða 6,06%

Enginn sat hjá

Kjarasamningurinn var því samþykktur með 93,94% allra greiddra atkvæða.

Þetta er fyrsti samningurinn sem slökkviliðsstjórar gera fyrir sig en áður var einungis einn kjarasamningur sem  gilti fyrir alla félagsmenn sem unnu fyrir sveitarfélögin. Samningsaðilar voru sammála í síðustu kjarasamningaviðræðum að það væri óeðlilegt að undirmenn væru að semja um kjör sinna yfirmanna. Samhliða þessum kjarasamningi er búið að útfæra greiðslu vegna bakvakta sem hefur verið mikil óánægja með á meðal slökkviliðstjóra og búið að endurmeta störf þeirra hjá verkefnastofu Starfsmats, sem er stofnun sem mælir reynslu og menntun til launa. Þessi samningur hefur sama gildistíma og almenni kjarasamningurinn og gildir því til 30. september 2023. Kjarasamningur þessi gildir fyrir slökkviliðsstjóra, varaslökkviliðsstjóra og staðgengla slökkviliðsstjóra samkvæmt 7.gr. reglugerðar nr. 747/2018 með starfssvæði yfir 100.000 íbúa.

Aðrar hagnýtar upplýsingar. Það eru 31 slökkviliðsstjórar starfandi á landinu auk (31) annarra stjórnenda en sumir kjósa að vera í öðrum stéttarfélögum. Það eru 11 slökkviliðsstjórar og 20 varaslökkviliðsstjórar í 50% starfi eða minna. Það eru um 75 starfsstöðvar um landið og 900 aðilar sinna slökkvi-og björgunarþjónustu. Rúmlega helmingur þeirra eru í tímavinnu og koma þegar kallið kemur en æfa með reglubundnum hætti.

 Nánari upplýsingar veitir Ólafur Stefánsson, formaður viðræðunefndar, olafurst@akureyri.is s. 893 4479

 

Lestu líka

24.4.2024

Lækkun iðgjalda samþykkt á 20.þingi LSS

18.4.2024

Reglugerð um veitingu heiðursmerkja LSS

17.4.2024

Ný stjórn kosin á 20.þingi LSS sem fram fór 12.-14. apríl 2024