Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

22.8.2022

Skýjaluktir og opin eldstæði

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið ákvörðun um sölu- og afhendingarbann skýjalukta sem almennt er óheimilt að senda á loft skv. reglugerð nr. 325/2016 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum. Bannið er í samræmi við framkvæmd víðsvegar í Evrópu og tekur mið af því að notkun skýjalukta samræmist ekki kröfum laga nr. 134/1995 um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og að óheimilt sé að senda logandi kertaluktir á loft skv. 5. gr. reglugerðar nr. 325/2016. Í þessu felst að óheimilt er að selja og afhenda skýjaluktir hér á landi og á það bann við um alla afhendingu og sölu hvort sem er í vefverslunum, verslunum eða með öðrum leiðum en brot gegn banninu getur varðað sektum sé ekki farið að fyrirmælum.

 

Meðfylgjandi er dæmi um endanlegt ákvörðunarbréf sem var sent á söluaðila og er nú þegar búið að taka luktirnar af vefsíðum og auglýsingar verði fjarlægðar. Einnig hafa tollayfirvöld verið upplýst um ákvörðunina og munu fylgja málinu eftir hjá sér. Þá vinnur HMS nú að gerð forvarnarmyndbands sem ætlað er til dreifingar meðal almennings þar sem varað er við sölu og notkun skýjalukta. Sjá nánar hér.

 

Að svo stöddu hefur markaðseftirlit HMS í samráði við brunavarnasviðið einnig verið að skoða sölu á opnum eldstæðum, þar sem leiðbeiningar og varúðarmerkingar um vöruna eru sérstaklega skoðaðar. Sú skoðun leiddi m.a. í ljós að einhver eldstæði eru í sölu hér á landi sem uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru til merkinga og leiðbeininga og hefur því verið sett á tímabundið sölubann á umrædd eldstæði og söluaðila veittur frestur til að grípa til viðeigandi úrbóta. Þessu til viðbótar hefur HMS einnig gefið út eftirfarandi forvarnarmyndband: https://fb.watch/eZRwxXForY/

 

Lestu líka

6.5.2024

Golfmót LSS verður haldið 23. ágúst 2024

2.5.2024

Einn af hverjum sex nýjum leigusamningum hefur ekki skráðan reykskynjara

30.4.2024

Fjölmennum 1. maí