Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

10.7.2025

Ráðstefnur og sýningar tengdar slökkvi- og björgunarstörfum erlendis

Ráðstefnur og sýningar tengdar slökkvi- og björgunarstörfum erlendis

 

Interschutz í Hannover – Rauði haninn (Hópferð á vegum Starfsmenntasjóðs)

Vöru- og tækjasýning sem hefur verið haldin á fimm ára fresti en breyting varð á í kringum Covid.  Hefur verið sótt reglubundið af LSS með þátttöku á landsvísu.  Stórt svæði bæði utan- og innandyra.  Var haldin 2022 og verður næst haldin 2026.  Er haldin snemma í júní oftast nær.  LSS sér um skipulag fyrir ferðina.  Oft hefur verið flogið til Frankfurt og tekin rúta til Hannover.  Innan borgarinnar er mjög þægilegt sporvagnakerfi sem liggur að sýningarhöllinni.

https://www.interschutz.de/en/about-us/interschutz-events-worldwide/

 

Fire-Rescue International 2025

Lykilviðburður fyrir stjórnendur og yfirmenn í slökkviliðum með áherslu á leiðtogafærni, breytingastjórnun og nýjustu tækni í brunavörnum.

https://www.iafc.org/events/event/2025/08/13/default-calendar/fire-rescue-international-2025

 

FDIC í Indianapolis

Ráðstefna haldin í Indiana Convention Center og Lucas Oil Stadium.  Vöru- og tækjasýning tengd ráðstefnu, töluvert af námskeiðum fyrir ráðstefnuna þar sem saman koma helstu fræðingar í slökkvi- og björgunarstörfum Norður-Ameríku.  Þetta er haldið í Indianapolis upp úr miðjum apríl ár hvert.  Tengt ráðstefnunni og sýningunni eru hótel á fjórum svæðum þaðan sem er boðið upp á rútuferðir inn í miðbæinn og í sýningarhöllina.  Um 75 námskeið eru haldin á undan og á meðan ráðstefnunni stendur, yfir 250 fyrirlesarar og oftast nálægt 34.000 gestir sem koma.  Til að komast til Indianapolis má fljúga til tengipunkta íslensku flugfélaganna og svo með innanlandsflugi til Indianapolis.  Eitt af hótelsvæðunum er í 5 mínútna aksturfjarlægð frá flugvellinum og hótelin bjóða upp á skutluþjónustu til og frá flugvellinum, það þarf bara að hafa samband og biðja um þjónustu.  Munið að vera með eitthvað af dollurum til að gefa í þjórfé.  Hægt er að sækja app FDIC þar sem hægt er að skipuleggja sig varðandi hvaða fyrirlestra hver og einn vill sækja.

Kostnaður við að fá passa á alla fyrirlestra og sýninguna er rétt um $800. 

https://www.fdic.com/

 

Virginia Fire Rescue Conference

F jölbreytt námskeið og fyrirlestrar fyrir bæði faglærða og sjálfboðaliða í slökkviliðum, með áherslu á nýjustu strauma í brunavörnum.

https://vfca.us/virginia-fire-rescue-conference/

 

South Atlantic Fire Rescue Expo

Ráðstefna með áherslu á menntun, tækni og nýjungar í brunavörnum, með sýningum og verklegum æfingum.

https://www.southatlanticfirerescueexpo.com/

 

Symposium in the Sun 2025

Sérstök áhersla á leiðtogafærni fyrir sjálfboðaliða og blönduð slökkvilið, með tækifærum til netagerðar og þekkingarmiðlunar.

https://www.iafc.org/events/event/2025/11/13/default-calendar/symposium-in-the-sun-2025

 

The Fire Safety Event, NEC Birmingham. 

Ráðstefna og sýning sem tekur yfir ansi margt varðandi eldvarnir, en er ekki eingöngu fyrir slökkvilið, heldur líka hönnuði eldviðvörunar- og slökkvikerfa.  Eins eru þarna framleiðendur og söluaðilar á alls kyns þjálfunarbúnaði, hugbúnaði og fleiru.

https://www.firesafetyevent.com/

 

The Emergency Services Show

Árleg ráðstefna og sýning fyrir neyðarþjónustu í Bretlandi með yfir 500 sýnendur og 16.000 gesti. Fjallar um nýjustu tækni og lausnir fyrir slökkvilið, lögreglu og sjúkraflutninga.

https://www.emergencyuk.com/

 

Brann og Redning í Noregi. 

Ráðstefna og sýning haldin á Thon Congress Hotel við Gardemoen og fer fram í endaðan september ár hvert.

Þarna koma söluaðilar búnaðar og tækja til að kynna sig og sínar græjur, eins eru fyrirlestrar og fræðsla en það fer allt fram á norsku.  Það er frekar einfalt að komast þangað, flug til Gardemoen og leigubíll á hótelið. 

https://brannredning.com/

 

CTIF – The International Association of Fire Services

Nokkrar ráðstefnur ætlaðar slökkviliðum og slökkviliðsmönnum, þar sem lögð er áhersla á öryggi og bætta heilsu en samtökin hafa verið til frá árinu 1900.  Eins eru haldin námskeið og ráðstefnur um ákveðin málefni, s.s. gróðurelda.  Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu samtakanna.

https://www.ctif.org/

 

A+A 2025

Alþjóðleg sýning og ráðstefna með áherslu á vinnuvernd og öryggi, þar á meðal brunavarnir. Haldið annað hvert ár og dregur að sér yfir 2.000 sýnendur og tugþúsundir gesta. Á ráðstefnunni verður fjallað um krabbamein meðal slökkviliðsmanna

https://www.aplusa.de/

 

VdS-FireSafety Cologne 2025

Ráðstefna og sýning með áherslu á brunavarnir, brunaviðvörunarkerfi og nýjustu tækni í brunavörnum. Fjölbreytt dagskrá með fyrirlestrum og sýningum.

https://www.firesafetysearch.com/vds-firesafety-cologne/

 

Safety Expo – Fire Prevention Edition

Sérhæfð sýning og ráðstefna með áherslu á brunavarnir og öryggi á vinnustöðum. Frábær vettvangur fyrir slökkviliðsmenn og öryggisstjóra til að kynna sér nýjustu lausnir og taka þátt í fræðsluviðburðum.

https://www.safetyexpo.it/en/home

 

KIELCE IFRE-EXPO

Alþjóðleg sýning og ráðstefna með áherslu á slökkviliðsbúnað, björgunartæki og neyðarviðbrögð. Haldið annað hvert ár og dregur að sér fagfólk frá Póllandi og Evrópu.

https://www.targikielce.pl/en/ifre

 

SFPE European Conference & Expo on Fire Safety Engineering

Tæknileg ráðstefna skipulögð af Society of Fire Protection Engineers (SFPE) með áherslu á brunahönnun og verkfræði. Fjölbreytt dagskrá með fyrirlestrum, málstofum og sýningum á nýjustu lausnum í brunavörnum.

https://www.sfpe.org/europe25/home

 

SICUREZZA 2025

Ein stærsta alþjóðlega sýning Evrópu á sviði öryggis og brunavarna. Yfir 500 sýnendur kynna nýjustu lausnir í brunaviðvörun, slökkvibúnaði, aðgangsstýringu og snjallkerfum. Viðburðurinn er haldinn annað hvert ár og dregur að sér fagfólk frá öllum Evrópu.

https://www.sicurezza.it/en

 

 

The Fire Service College – Moreton-in-Marsh

Rótgróinn skóli í Englandi sem íslenskir slökkviliðsmenn hafa sótt í gegnum árin.  Mikið af góðum námskeiðum í boði.

https://www.fireservicecollege.ac.uk/

 

Slökkvi- og björgunarskóli á Ítalíu,

Nánar tiltekið í Suður-Týról, talsvert af áhugaverðum námskeiðum í boði.

https://www.fire-fighting.eu/en/courses/

 

Slökkvi- og björgunarskóli í Finnlandi, í Kuopio. 

https://www.pelastusopisto.fi/en/

 

F.I.E.R.O. eru með ýmsar ráðstefnur tengdar hreinlæti og þrifum á búnaði, hönnun á slökkvistöðvum og svo framvegis.

https://www.fieroonline.org/symposia-and-workshops

 

LSS hvetur félagsmenn hafa upplýsingar um fleiri viðburði til að setja á listann má senda það á Bjarna Ingimarsson formann LSS, netfang: bjarnii@lsos.is 

 

 

 

 

Lestu líka

7.8.2025

Skrifstofa LSS er lokuð frá og með 8.júlí - 7.ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna.

10.7.2025

Ráðstefnur og sýningar tengdar slökkvi- og björgunarstörfum erlendis

30.6.2025

Á vakt fyrir Ísland - fréttablað 2025