Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

31.8.2022

Ráðstefna um skaðaminnkun á Íslandi

Góðan dag

  

Þann 7. september nk. verður haldin ráðstefna um skaðaminnkun á Íslandi, á vegum Matthildar, samtaka um skaðaminnkun. 

  

Á ráðstefnunni verður farið yfir stöðuna á skaðaminnkandi starfi á Íslandi og skaðaminnkandi úrræði og verkefni m.a. kynnt. Ásamt því mun Arild Knutsen leiðtogi notenda vímuefna í Noregi frá The Association for Humane Drug Policies, halda erindi um notendahreyfinguna í Noregi, þeirra störf og mikilvægi þess að samstarf sé á milli notenda vímuefna og stjórnvalda og úrræða. 

  

Heiðursgestur ráðstefnunnar er Matthildur Jónsdóttir Kelley, en Matthildar samtökin heita í höfuðið á þeirri mögnuðu konu. 

  

Dagskrána má finna hér að neðan og skráningarform hér.  

 

Athugið að vegna mikillar aðsóknar verður ráðstefnan færð í stærri sal, frekari upplýsingar um staðsetningu verðar tilkynntar á næstunni. Ráðstefnan verður haldin á höfuðborgarsvæðinu. 

 

 

Kær kveðja,  

Stofnaðilar Matthildar, samtaka um skaðaminnkun 

  

Elín Guðný Gunnarsdóttir, MPM. 

Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður. 

Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun. 

 

https://www.facebook.com/matthildurskadaminnkun

 

 

Lestu líka

30.4.2024

Fjölmennum 1. maí

24.4.2024

Lækkun iðgjalda samþykkt á 20.þingi LSS

18.4.2024

Reglugerð um veitingu heiðursmerkja LSS