Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

19.11.2025

Opnun Eldvarnaátaks 2025

 

Eldvarnaátak slökkviliðsmanna um allt land er fram undan:

Slökkviliðsmenn brýna fyrir fólki að efla eldvarnir á heimilunum

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefst með heimsókn Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar í Heiðarskóla, Hvalfjarðarsveit miðvikudaginn 20. nóvember kl. 10. Þar munu Sigríður Lára skólastjóri mun setja viðburðinn. Bjarni Ingimarsson, formaður LSS ræðir við krakkana um mikilvægi eldvarna.  Bjarni Fritzson rithöfundur mun lesa upp úr nýrri bók um Orra óstöðvandi og Möggu Messí þar sem þau lenda í ýmsum ævintýrum sem snýr að eldvörnum. Þá fer fram rýmingar- og björgunaræfing. Í lokin fá starfsfólk og gestir þjálfun í notkun slökkvibúnaðar.

 

Slökkviliðsmenn um allt land taka í kjölfarið þátt í átakinu sem beinist að því að efla eldvarnir á heimilum til að vernda líf, heilsu og eignir fólks.

 

Slökkviliðin heimsækja grunnskóla landsins og beina fræðslu um eldvarnir að nemendum í 3. bekk grunnskóla og fjölskyldum þeirra. Lögð er áhersla á að heimili séu búin eldvarnabúnaði á borð við reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi:

·         Best er að hafa reykskynjara í öllum rýmum.

·         Slökkvitæki á að vera við helstu flóttaleið.

·         Eldvarnateppi á að vera á sýnilegum stað í eldhúsi.

·         Tryggja þarf öllum á heimilinu að minnsta kosti tvær flóttaleiðir.

·         Allir þekki neyðarnúmerið, 112, líka börnin.

·         Brýnt er fyrir börnunum að fara varlega með kertaljós og annan opinn eld og gæta þess að hlaða snjalltæki og rafhlaupahjól aðeins í öruggu umhverfi.

 

Samkvæmt könnunum sem Gallup hefur gert fyrir Eldvarnabandalagið eru heimilin í landinu mjög misjafnlega vel varin gagnvart eldsvoðum. Almennt sýna kannanir að heimilin efla eldvarnir jafnt og þétt. Frá þessu eru þó mikil frávik:

·         Fólk á aldrinum 25-34 ára er mun ólíklegra en aðrir til að hafa eldvarnateppi og slökkvitæki á heimilinu.

·         Eldvarnir í fjölbýlishúsum eru lakari en almennt gerist og þá sérstaklega í stærri fjölbýlishúsum.

·         Íbúar í leiguhúsnæði eru mun verr búnir undir eldsvoða en aðrir.

 

Helstu styrktaraðilar Eldvarnaátaksins eru Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 112, Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og önnur slökkvilið í landinu.

 

Lestu líka

20.11.2025

Sérfræðingur í kjara og réttindamálum

19.11.2025

Opnun Eldvarnaátaks 2025

4.11.2025

Hópferð á Rauða Hanann 2026