Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna
Hero image
sjóðir
Styrktarsjódur

Styrktarsjóður

ÚTHLUTUNARREGLUR STYRKTARSJÓÐS

LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG SJÚKRAFLUTNINGAMANNA (LSS)

 

1. TILGANGUR

Sjóðurinn greiðir dagpeninga og styrki í slysa- og veikindatilfellum eftir því sem nánar er mælt fyrir í þessum reglum.  Sjóðurinn styrkir einnig fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði heilsueflingar og forvarnir gegn sjúkdómum sbr. lið 5.

 

 

2. RÉTTUR TIL DAGPENINGA EÐA STYRKS

Rétt til dagpeninga eða styrks úr sjóðnum eiga þeir sem aðild eiga að sjóðnum, enda hafi verið greitt vegna þeirra í sjóðinn a.m.k. í 6 mánuði fyrir styrkveitingu.

 

 

3. DAGPENINGAR

Dagpeningar greiðast úr sjóðnum með eftirfarandi hætti:

 

3.1.

Dagpeningar greiðast frá þeim tíma sem samnings- / lögbundinni launagreiðslu frá atvinnurekanda lýkur.

 

3.2.

Upphæð dagpeninga skal vera 80% af meðaltali heildarlauna síðustu 12 mánuði.  Sé starfstími skemmri skal miðað við meðaltal heildarlauna þann tíma.  Hámarksupphæð verður þó aldrei hærri en 1.000.000 kr. pr. mánuð.

 

3.3.

Heimilt er að greiða dagpeninga hlutfallslega ef sjóðsfélagi getur ekki vegna veikinda unnið fulla vinnu samkvæmt læknisráði.

 

 

4. RÉTTUR TIL DAGPENINGA

Réttur sjóðsfélaga til dagpeninga á hverjum 12 mánuðum er:

 

4.1.

Ef starfstími er 6 til 12 mánuðir á sjóðsfélagi rétt til dagpeninga í 45 daga.

 

4.2.

Ef starfstími er lengri en 12 mánuðir á sjóðsfélagi rétt til dagpeninga í 90 daga.  Þó þannig að samanlegt greiðslutímabil vinnuveitanda og sjóðsins verði aldrei lengra en 360 dagar.  Þá er heimilt að greiða dagpeninga í allt að 45 daga til þeirra sem hafa lokið 360 daga veikindarétti hjá launagreiðanda.

 

4.3.

Dagpeningar greiðast ekki lengur en ráðningu starfsmanns er ætlað að standa.

 

 

5. STYRKIR VEGNA LÍKAMLEGRAR HEILSU O. FL.

 

5.1.      LÍKAMLEG HEILSA

Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 6 mánuði af síðustu 12 mánuðum fær styrk til sjúkraþjálfunar, iðjuþjálfunar, sjúkranudds, nálastungumeðferðar, hnykklækninga (kiropraktor), 8.500-kr fyrir hvert skipti að hámarki 100.000 kr. á ári.

 

5.2.      KRABBAMEINSSKOÐUN OG MEÐFERÐ

Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 6 mánuði af síðustu 12 mánuðum fær styrk til krabbameinsleitar allt að 30.000 kr.

 

Komi til framhaldsrannsóknar er veittur viðbótarstyrkur allt að 30.000 kr.

 

Sjóðfélagi getur fengið allt að 1 milljón í styrk vegna lyfja- og lækniskostnaðar fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein, sú greiðsla greiðist aðeins einu sinni.  Sjá úthlutunarreglur Tryggingasjóðs LSS.

 

5.3.      HJARTA- OG KRANSÆÐAEFTIRLIT

Sjóðsfélagi fær styrk til skoðunar vegna hjarta- og kransæðaeftirlits allt að 20.000 kr. einu sinni á ári.

 

5.4.      FERÐAKOSTNAÐUR

Sjóðurinn tekur þátt í ferðakostnaði sjóðsfélaga sem þurfa að fara landshluta á milli til aðgerða og rannsókna að læknisráði vegna þeirra sjálfra, maka þeirra og barna undir 18 ára, enda hafi verið greitt vegna þeirra í sjóðinn í 6 mánuði af síðustu 12 mánuðum.

 

Sækja verður um styrk vegna ferðakostnaðar til Sjúkratrygginga Íslands.  Sé þeirri beiðni hafnað greiðir sjóðurinn 10.000 kr. fyrir 250 – 400 km akstur og 15.000 kr. fyrir akstur umfram 400 km.

 

Fyrir flugfargjöld greiðir sjóðurinn allt að 15.000 kr.  Greitt verður að hámarki fyrir þrjár ferðir á hverju 24 mánaða tímabili.

 

Sjóðstjórn er heimilt að víkja frá þessum viðmiðunum ef fyrir því liggja ríkar ástæður.

 

5.5.      LÍKAMSRÆKT

Sjóðfélagi sem hefur verðið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 mánuðum, fær styrk að hámarki 60.000 kr. á ári samkvæmt reikningi frá eftirtöldum aðilum; líkamsræktarstöðvum, sundstöðum, skíðastöðum eða íþróttafélagi.

 

Einnig er heimilt að veita styrki vegna annarrar heilsuræktar sem telst sambærileg að mati stjórnar sjóðsins.

 

Sjóðurinn veitir ekki styrki vegna kaupa á gatakortum.

 

5.6.      ÆTTLEIÐING OG TÆKNIFRJÓGVUN

Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 mánuðum, fær styrk til ættleiðingar barns 200.000 kr. í eitt skipti.

 

Þá getur sjóðfélagi fengið styrk vegna tæknifrjóvgunar allt að 200.000 kr. á 3 ára fresti.

 

5.7.      GLERAUGNA- OG SJÓNAÐGERÐIR

Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 mánuðum fær styrk til sjónlagsgerðar / augasteinsaðgerða á öðru auga 100.000 kr. eða 200.000 kr. fyrir bæði augu.

 

Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í sama tíma getur sótt um styrk til gleraugnakaupa einu sinni á hverjum 36 mánuðum.  Styrkurinn nemur allt að 30.000 kr.

 

5.8.      HEILSUSTOFNUN

Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 mánuðum fær styrk til meðferðar hjá heilsustofnunum og heilsuhótelum.

 

Greiddar eru 4.000 kr. á dag fyrir allt að 28 daga á ári.

 

5.9.      ANDLEGUR STUÐNINGUR

Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 mánuðum fær styrk vegna meðferðar hjá eftirtöldum viðurkenndum meðferðaraðilum;  sálfræðingi, félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa og geðlækni.

 

Hámarksstyrkur er allt að 100.000 kr. endurgreiðsla á ári vegna útlagðs kostnaðar.

 

 

6.        TANNLÆKNAKOSTNAÐUR

Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 mánuðum getur sótt um styrk vegna tannlæknakostnaðar.

 

Styrkurinn nemur 50% af kostnaði sem fer umfram 50.000 kr. á 36 mánaða tímabili, þó að hámarki 150.000 kr.

 

Réttur til styrkja stofnast ekki aftur fyrr en 12 mánuðir eru liðnir frá því að 36 mánaða tímabilinu lýkur.

 

Hægt er að sækja um styrkinn oftar en einu sinni á 36 mánaða tímabili, en hann verður aldrei hærri en samtals 150.000 kr.

 

 

7.        HEYRNARTÆKI

Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 mánuðum getur sótt um styrk vegna kaupa á heyrnartækjum.

 

Styrkurinn nemur 50% af kostnaði sem fer umfram 50.000 kr. þó að hámarki 150.000 kr.

 

Styrkurinn miðast við kaup á tveimur tækjum á 36 mánaða tímabili.

 

 

8.        STOÐVERKIR

Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 mánuðum getur sótt um styrk vegna stoðbúnaðar (innlegg og spelkur) allt að 15.000 kr. á ári.

 

 

9.        LÍF- OG SLYSATRYGGINGAR

Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði getur sótt um styrk vegna kaupa á líf-, slysa- og sjúkdómatryggingu.

 

Styrkupphæð er 5.000 kr. fyrir hverja tryggingu eða samtals alls 15.000 kr.

 

 

10.      FÆÐINGASTYRKIR

Sjóðfélagi sem hefur verið starfandi síðustu 12 mánuði fyrir fæðingu barns og hefur gildan ráðningarsamning við upphaf fæðingarolofs á rétt á fæðingastyrk.

 

Upphæð styrks er 260.000 kr.

 

Styrkurinn er tvöfaldur við tvíburafæðingu og þrefaldur við þríburafæðingu.

 

Sömu reglur gilda um ættleiðingar barna yngri en 5 ára.

 

Fullur styrkur er einnig greiddur vegna fósturláts eftir 18 vikna meðgöngu og andvanafæðingar.

 

Umsókn þarf að hafa borist innan 18 mánaða frá fæðingu barns.

 

 

11.      ÚTFARARSTYRKIR

Greiddur er 200.000 kr. útfararstyrkur vegna andláts, enda hafi hinn látni verið sjóðfélagi í a.m.k. 12 mánuði fyrir andlát.

 

Einnig er greiddur útfararstyrkur vegna þeirra sem látið hafa af störfum og farið á ellilífeyri eftir stofnun sjóðsins þann 1. janúar 2001 og hafa verið sjóðfélagar síðustu 12 mánuði fyrir starfslok.  Greiddur er 100.000 kr. útfararstyrkur hafi þeir verið fullgildir félagsmenn í samfellt 5 ár áður en þeir láta af störfum vegna aldurs.

 

Þá er greiddur 200.000 kr. útfararstyrkur til sjóðsfélaga vegna andláts barna þeirra 18 ára og yngri.  Styrkurinn er greiddur til þess sem útförina annast.

 

 

12.      SÉRSTAKAR AÐSTÆÐUR

Stjórn sjóðsins er heimilt að víkja frá framangreindum reglum og veita styrk vegna sérstakra aðstæðna sem hafa í för með sér launamissi eða veruleg fjárútlát sjóðsfélaga vegna veikinda hans sjálfs eða nánustu fjölskyldu.

 

 

13.      VIÐBURÐIR Á VEGUM LSS

Stjórn sjóðsins er heimilt að veita LSS styrki vegna ráðstefna sem miða að því að bæta heilsu félagsmanna.

 

Stjórn sjóðsins hefur heimild til að veita styrki vegna sameignlegra íþróttaviðburða á vegum LSS.

 

 

 

 

 

 

14.      SJÓÐSAÐILD

 

14.1.   

Sjóðsfélagar öðlast rétt til úthlutunar úr Styrktarsjóði LSS eftir 6 eða 12 mánaða iðgjaldagreiðslur samanber nánar reglur eftir því hvaða styrk er verið að sækja um.

 

14.2.   

Veittur er styrkur í hlutfalli af greiðslum í sjóðinn sem hér segir:

·         Þeir sem greiða yfir 45.000 kr. eiga rétt á 100% styrk

·         Þeir sem greiða 35.000 – 44.999 kr. eiga rétt á 80% styrk

·         Þeir sem greiða 22.500 – 34.999 kr. eiga rétt á 50% styrk

·         Þeir sem greiða 13.500 – 22.499 kr. eiga rétt á 30% styrk

·         Þeir sem greiða 1 – 13.499 kr. eiga rétt á 10% styrk

 

14.3.    Fæðingarorlof

Sjóðsfélagar sem fara í fæðingarorlof og velja að greiða stéttarfélagsgjald meðan að á fæðingarorlofi stendur halda fullum réttindum.

 

14.4.    Launalaust leyfi

Réttur til úthlutunar úr sjóðnum fellur niður á meðan á launalausu leyfi stendur en rétturinn stofnast að nýju strax við fyrstu iðgjaldagreiðslu að leyfi loknu.

 

14.5.    Við starfslok

Réttur til úthlutunar úr Styrktarsjóði LSS fellur niður þegar sjóðfélagi skiptir um félag og veitir sjóðurinn aðeins styrki vegna þeirra útgjalda sem félagsmaður stofnar til á meðan hann er í starfi. 

 

14.6.    Starfslok vegna aldurs eða örorku

Sjóðfélagi sem hættir störfum vegna aldurs eða örorku á rétt á styrk úr sjóðnum í 6 mánuði eftir starfslok.

 

 

14.7.    Samkomulag milli BSRB og ASÍ um tilfærslur réttinda til sjúkradagpeninga og dánarbóta.

Sjóðsfélagi sem hefur öðlast rétt til greiðslu sjúkradagpeninga og dánarbóta úr sjúkrasjóði aðildarfélags innan ASÍ eða BSRB öðlast þann rétt að nýju innan sjóðsins samkvæmt þeim reglum sem gilda eftir einn mánuð, enda hafi hann fram að því átt rétt hjá fyrra félagi. Þegar sótt er um sjúkradagpeninga eða dánarbætur skal umsækjandi leggja fram yfirlit um greiðslur sem hann hefur þegið úr fyrri sjúkrasjóði sl. tólf mánuði.”

 

 

14.8.    Atvinnuleysi

Atvinnulausir sjóðsfélagar sem greiða félagsgjald til stéttarfélaga sem eiga aðild að sjóðnum geta sótt um styrk samkvæmt eftirtöldum greinum;

·         5.1. Líkamleg heilsa

·         5.2. Krabbameinsskoðun

·         5.5. Líkamsrækt

·         5.9. Andlegur stuðningur

·         11. Útfararstyrkur

 

Atvinnulausir ávinna sér ekki rétt meðan á atvinnuleysi stendur en viðhalda þeim rétti sem þeir höfðu þegar þeir voru í starfi.

 

Missi atvinnulausir bætur vegna veikinda getur sjóðurinn styrkt þá sem svarar 80% af atvinnuleysisbótum í allt að 45 daga.

 

15.      UMSÓKN O.FL.

 

15.1.    Umsókn

Umsókn um styrki skal skila inn á heimasíðu LSS www.lsos.is í gegnum mínar síður.

 

15.2.    Gögn

Skila þarf inn reikningum þar sem fram kemur nafn og kennitala umsækjanda, dagsetningar og upphæðir.  Á reikningum þarf að vera stimpill eða merki þess viðurkennda meðferðaraðila eða fyrirtækis sem gefur reikninginn út og verða kvittanir eða aðgerðardagsetningar að vera dagsettar á því almanaksári sem sótt eru um styrk.  Með umsókn skulu fylgja öll gögn sem sjóðstjórn telur nauðsynleg hverju sinni.

 

 

16.      GREIÐSLA DAGPENINGA OG STYRKJA

Dagpeningar og styrkir úr sjóðnum greiðast mánaðarlega.

 

 

17.      BREYTINGAR Á REGLUM SJÓÐSINS

Stjórn sjóðsins áskilur sér allan rétt til að breyta reglum sjóðsins með 3ja mánaða fyrirvara eftir því sem þörf krefur, hvort heldur sem er til þrengingar á reglunum eða útvíkkunar. 

 

Ef sjóðurinn fer undir kr. 10 milljónir ber sjóðsstjórn að gera ráðstafanir vegna þess og upplýsa stjórn LSS um slíkt.

 

Samþykkt í stjórn Styrktarsjóðs LSS í janúar 2025 og gildir frá 1. janúar 2025.