Heiðursviðurkenningar LSS
Reglugerð um heiðursviðurkenningar LSS
Stjórn Landssambands slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna veitir viðurkenningar til þeirra félagsmanna sem unnið hafa að framgangi fag- og stéttarfélagsins skv. Eftirfarandi:
1. gr. Inngangur
Viðurkenningar til slökkviliðs-, Sjúkraflutningamanna og neyðarvarða:
Merki LSS 10 ára:
10 ára merki LSS skal veita þeim félagsmönnum sem starfað hafa í 10 ár.
Merki LSS 20 ára:
20 ára merki LSS skal veita þeim félagsmönnum sem starfað hafa í 20 ár.
Merki LSS 30 ára:
30 ára merki LSS skal veita þeim félagsmönnum sem starfað hafa í 30 ár.
2. gr. Viðurkenningar
Viðurkenningar fyrir störf í þágu Landssambands slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna.
Bronsmerki
Bronsmerki skalv veita þeim sem unnið hafa vel og dyggilega að eflingu, vexti og viðgangi LSS. Bronsmerki er veitt fráfarandi stjórnarmönnum og/eða trúnaðarmönnum eftir 6 ára stjórnar og/eða trúnaðarsetu.
Silfurmerki
Silfurmerki er veitt þeim sem hafa unnið að þýðingarmiklu starfi í þágu LSS. Silfurmerki er veitt fráfarandi stjórnarmönnum og eða trúnaðarmönnum eftir 10 ára stjórnar og/eða trúnaðarsetu.
Gullmerki
Gullmerki er veitt þeim sem hafa unnið langvarandi og þýðingarmikið starf í þágu LSS og þeim sem hafa unnið LSS ómetanlegt gagn. Gullmerki er veitt fráfarandi stjórnarmönnum/trúnaðarmönnum eftir 15 ára stjórnar og/eða trúnaðarsetu. Gullmerki er veitt fráfarandi formönnum.
3. grein Viðurkenningarskjöldur
Það fyrirtæki/stofnun sem hefur verið LSS til halds og stuðnings og/eða veitt þeim mikla aðstoð vegna ítarlegra mála/verkefna skal veitt viðurkenningarskjöldur.
4. grein
Viðurkenningar skulu veittar þeim sem eru starfandi ásamt þeim sem komnir eru á eftirlaun.
Viðurkenningar skulu veittar á þingi LSS.
Samþykkt á 16. þingi LSS, 16. apríl 2016.