Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

5.7.2022

Yfirlýsing vegna nýrrar flokkunar alþjóða krabbameinsnefndarinnar (IARC) um störf slökkviliðsmanna

 Dags: 01.07.2022

Yfirlýsing frá Landsambandi slökkviliðs og sjúkraflutningamanna(LSS) vegna breytinga á hættuflokkun starfs slökkviliðsmanna úr flokki 2B (hugsanlega krabbameinsvaldandi) yfir í flokk 1(staðfest krabbameinsvaldandi) hjá undirstofnun Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) Alþjóðlegu rannsóknarstofnuninni í krabbameinsfræðum (IARC).

LSS er fagstéttarfélag starfsgreina í neyðar og viðbragðsþjónustu. Á vegum félagsins hefur starfað sérstök Krabbameinsnefnd sem um árabil hefur verið leiðandi í kynningu og fræðslu um hættu slökkviliðsmanna á starfstengdum sjúkdómum og átt í alþjóðlegu samstarfi við sérfræðinga og eru þessi nýju tíðindi viðurkenning á því grasrótarstarfi sem slökkviliðsmenn hófu fyrir margt löngu þegar eftir því var tekið hversu margir slökkviliðsmenn greinast og látast úr krabbameinum.

Stór hluti félagsmanna LSS eru slökkviliðsmenn flestir hjá sveitarfélögum en einnig starfsmenn ISAVIA sem sinna slökkvi og björgunarþjónustu á flugvöllum og á þessi yfirlýsing því við um alla sem starfa við slökkvistörf sama hvert starfsheitið er.

Þessi nýja flokkun IARC ætti að leiða til þess að þau krabbamein sem vísindin hafa staðfest að slökkviliðsmenn vegna starfs síns eiga aukna hættu að greinast með séu skilgreind sem atvinnusjúkdómur með þeim réttindum sem slíkt felur í sér.

Engin rannsókn hefur verið gerð á tíðni krabbameins meðal slökkviliðsmanna á Íslandi og engin skráning til hjá Vinnueftirlitinu en þó við höfum ekki tölfræðina eða staðfest tilfelli er það þekkt innan stéttarinnar að ansi margir félagar okkar hafa greinst með eða látist úr krabbameinum.

LSS telur brýnt að strax verði brugðist við þessum tíðindum og ráðist verði í greiningu og gerð aðgerðaráætlunar á breiðum grundvelli sem hefur það markmið að lágmarka líkur á því að slökkviliðsmenn verði út settir fyrir krabbameinsvaldandi efnum og réttindi þeirra tryggð. Rýna þarf í starfsaðstæður, starfsreglur og vinnulag við slökkvistörf og æfingar o.fl.

Ólíkt öðrum efnum sem flokkast sem staðfest krabbameinsvaldandi t.d. asbest sem notkun var af lang stærstum hluta bönnuð er samskonar viðbragð ómögulegt varðandi slökkvistörf, því verða þeir sem hætta lífi sínu og heilsu til bjargar öðrum að njóta bestu verndar í starfsumhverfi og réttinda sem mögulegt er upp á að bjóða.

Grein í The Lancet sem birtist 30.06.22

Frétt BSRB

Tengiliðir LSS Bjarni Ingimarsson varaformaður og formaður Krabbameinsnefndar 699-4159 bjarnii@lsos.is

Til vara: Magnús Smári Smárason formaður LSS 691-1513 magnuss@lsos.is

Lestu líka

12.3.2024

Framboð til stjórnar LSS 2024-2026

11.3.2024

Fræðslu- og tengsladagar ASÍ-UNG 2024

26.2.2024

Ávísun á frábært sumar