Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

30.8.2022

Trúnaðarmannanám á haustönn

Nú styttist í að trúnaðarmannanám BSRB og Félagsmálaskóla alþýðu hefjist.

Í september hefst kennsla á 1. hluta trúnaðarmannanámsins.

Á námskeiðinu er meðal annars farið ítarlega í hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Einnig er hlutverk trúnaðarmannsins rætt og hvernig hann eigi að vinna með umkvartanir.

Kennt er í fjarkennslu dagana 21. og 22. september kl. 9.00 – 14.30. 

Skráningu lýkur 14. september kl. 16.00.

Sjá nánari upplýsingar og skráningu hér.

Í október hefst síðan kennsla á 2. hluta trúnaðarnámsins.

Á námskeiðin er lögð megináhersla á hvernig stuðla eigi að góðum samskiptum á vinnustað. Skoðuð eru mismunandi form framkomu og áhrif hennar á okkur og aðra. Einnig er rætt um einelti.

 Kennt er dagana 17. og 18. október kl. 9.00 – 15.30. Kennsla fer fram í fundarsal BSRB – Grettisgötu 89.

Skráningu lýkur 11. október kl. 16:00.

Sjá nánari upplýsingar og skráningu hér.

 

Lestu líka

29.11.2022

Setjum reykskynjarana í fyrsta sæti

24.11.2022

Rýming hjá Slökkviliði Akureyrar

16.11.2022

Skrifstofa LSS verður lokuð frá 17-23.nóvember