Siðareglur LSS


Félagsmenn LSS  leitast við að beita fagþekkingu sinni til að tryggja öryggi og hjálpa fólki á neyðarstundum, óháð þjóðerni, trúarbrögðum, litarhætti, kynferði, þjóðfélagsstöðu og án  manngreinarálits.                        
 
 Félagsmenn LSS skulu vera vakandi fyrir öryggi sínu og samstarfsfélaga, sem og að kappkosta að tryggja öryggi annarra eins og kostur er.
 
Félagsmenn LSS skulu sinna starfi sínu af vandvirkni og samviskusemi og virðir þau takmörk sem menntun þeirra og starf hefur. 
 
Félagsmenn LSS skulu kappkosta að viðhalda faglegri þekkingu sinni og endurnýja hana eins og við á til að fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra í starfi. 
 
Félagsmenn LSS skulu leitast við að aðstoða og leiðbeina nýjum starfsfélögum, kynna þeim starfið og starfshætti.
 
Félagsmenn LSS skulu leitast við að nýta þekkingu og reynslu sína í starfi til fræðslu og forvarna sem víðast í þágu samfélagsins eins og við á og hæfir menntun þeirra.
 
Félagsmenn LSS eru bundnir þagnarskyldu varðandi allar þær upplýsingar sem þeim eru látnar í té í starfi sínu svo og allt það sem þeir kunna að verða áskynja í starfi sínu.
 
Félagsmenn LSS skulu vinna að því að skapa traust almennings á störfum sínum og gæta þess að ekkert í starfi þeirra rýri orðstír stéttarinnar.
 
Félagsmenn LSS skulu stuðla að eflingu starfsins og góðu samstarfi innan stéttarinnar og taka þátt í félagsstarfi sem vinnur að bættum hag hennar.
 
Félagsmenn LSS skulu kynna sér lög og reglur sem gilda um starfssvið þeirra, starfsumhverfi, réttindi skjólstæðinga,verndun persónuupplýsinga og lög og reglur LSS.
 
Félagsmenn í LSS skulu kynna sér ákvæði þessara siðareglna og leitast við að fylgja þeim í starfi. Siðanefnd félagsins áskilur sér rétt til að endurskoða reglur þessar, fjalla um meint brot, álykta um þau og í framhaldi vísa meintum brotum eða athugasemdum til stjórnar.

Samþykkt á þingi LSS 16.apríl 2016.